Greinasafn fyrir flokkinn: Uncategorized

Þjóðaratkvæðagreiðslur í nágrannalöndum

Nokkur umræða hefur skapast síðustu daga um 26. gr. íslensku stjórnarskrárinnar og um þjóðaratkvæðagreiðslur almennt. Í framhaldi af því er forvitnilegt að skoða hvernig farið er með þjóðaratkvæði í stjórnarskrám nokkurra nágrannalanda. Til upprifjunar, þá er 26. greinin svohljóðandi: Ef Alþingi … Halda áfram að lesa

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Stjórnarskrá fólksins

Eftir því sem atburðum vindur fram, og því meir sem ég hugsa málið, geri ég mér æ betur grein fyrir því hvað stjórnlagaþingið er göfug og stór hugmynd. Nú er ég vitaskuld hlutdrægur og vanhæfur og allt það sem einn … Halda áfram að lesa

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Auðlindir, náttúran og stjórnarskráin

Meðal stefnumála minna fyrir stjórnlagaþing er að eignarréttur þjóðarinnar á auðlindum lands og sjávar – sem ekki eru þegar í einkaeigu – verði staðfestur í stjórnarskrá, og að ég sé fylgjandi hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar.  Hvað á ég við með þessu? … Halda áfram að lesa

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Úr fundargerðum stjórnarskrárnefndar

Á árunum 2005-2007 starfaði níu manna nefnd um endurskoðun stjórnarskrárinnar undir forystu Jóns Kristjánssonar.  Sú nefnd skilaði ágætri áfangaskýrslu í febrúar 2007, en málið sofnaði þar með.  Það er athyglisvert að nefndarmenn, sem voru flestir forystumenn stjórnmálaflokka, voru á einu … Halda áfram að lesa

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Sólon – stefnumót með frambjóðendum

Í dag laugardag 20. nóvember býð ég ásamt sjö meðframbjóðendum til stefnumóts á Kaffi Sólon við Bankastræti í Reykjavík. Við verðum á staðnum frá kl. 13-18 til spjalls um kosninguna, stjórnarskrána og framtíðina. Það verður heitt á könnunni. Allir velkomnir … Halda áfram að lesa

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Selfoss – frambjóðendur á ferð

Föstudaginn 19. nóvember verð ég ásamt meðframbjóðendum mínum Salvöru Nordal, Helgu Sigurjónsdóttur og Þorkatli Helgasyni í verslunarmiðstöðunni Kjarnanum á Selfossi frá 16-19. Hlakka til að hitta Selfyssinga og nærsveitafólk og eiga samtal um stjórnarskrána og framtíðina.

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Akureyri – frambjóðendur á ferð

Fimmtudaginn 18. nóvember verð ég ásamt meðframbjóðendum mínum Salvöru Nordal og Þorkatli Helgasyni á Glerártorgi á Akureyri frá 15-18. Hlakka til að hitta Akureyringa og nærsveitafólk og eiga samtal um stjórnarskrána og framtíðina.

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Veljum ráðherra á grundvelli hæfni og reynslu

Eitt helsta stefnumál mitt í kjöri til stjórnlagaþings er að breyta stjórnskipaninni þannig að ráðherrar verði valdir á grundvelli hæfni og reynslu.  Með því á ég við að ráðherrar verði ekki valdir úr hópi þingmanna stjórnarflokka, heldur úr víðari hópi … Halda áfram að lesa

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Hvernig virkar kosningin til stjórnlagaþings?

Kosningaaðferðin sem notuð er í stjórnlagaþingkosningunum er nýlunda hér á landi, en hún hefur verið notuð í öðrum löndum, t.d. á Írlandi, Möltu, Bretlandi og Ástralíu.  Aðferðin nefnist Single Transferable Vote (STV) og er ætlað að tryggja að atkvæði nýtist … Halda áfram að lesa

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Hvernig virkar kosningin til stjórnlagaþings?

Sænska stjórnarskráin

Í aðdraganda stjórnlagaþings er gagnlegt að kynna sér stjórnarskrár annarra landa.  Sumar þeirra eru  nýjar eða nýlegar – eins og stjórnarskrá Finnlands og Sviss – en aðrar eldri, eins og gengur.  Íslenska stjórnarskráin er í hópi þeirra eldri, enda að … Halda áfram að lesa

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Sænska stjórnarskráin