Greinar og skrif

Í nóvember 2008 skrifaði ég bloggfærslu um hugmyndir Vilmundar Gylfasonar, sem eiga fullt erindi enn þann dag í dag.  Meðal annars stakk Vilmundur upp á nýjum kjörseðli þar sem kjósendur geta valið bæði flokka og einstaklinga – og einstaklinga utan flokka.

Um svipað leyti hélt ég erindi í Iðnó um nauðsynlegar endurbætur á stjórnkerfinu og því hvernig fólk er valið til forystu, einkum ráðherrar.

Nýlega skrifaði ég um valdheimildir stjórnvalda, hvað má og hvað má ekki.  Ef við höldum ekki grundvallargildi lýðræðis í heiðri, á álagstímum eins og öðrum, getur fljótt farið illa.

Ég hef líka fjallað um nauðsyn þess að velja ráðherra (framkvæmdavaldið) faglega, í ljósi reynslunnar.

Eftir sveitarstjórnarkosningar sl. vor skrifaði ég grein um hvernig þyrfti að bregðast við ákalli kjósenda um endurbætur í stjórnmálum.  Þar lagði ég m.a. áherslu á stjórnlagaþing og nýja stjórnarskrá.

Ég hef líka skrifað um nauðsyn nýrra gilda og sjálfbærnihugsunar í viðskiptalífinu.

Loks er hér lítil hugleiðing um lífsgildi og boðorð – sem ég reyni að halda í heiðri.