Forsíða

Velkomin(n) á vefinn minn vegna stjórnlagaráðs 2011.

Á þessum vef geturðu fengið að vita meira um mig og minn bakgrunn, og kynnt þér helstu stefnumál mín.  Einnig eru hér nýir pistlar, og tekin saman ýmis eldri skrif og greinar sem tengjast málefninu.  Og með því að smella hérhlusta á framboðskynningu mína frá RÚV.

Endurbætur á stjórnkerfi og stjórnarskrá hafa verið mér mikið áhugamál allt frá 1983 þegar ég kynntist hugmyndum Vilmundar Gylfasonar.  Ég lít svo á að stjórnlagaráðið sé stærsta umbótatækifæri í íslenskum stjórnmálum frá stofnun lýðveldisins, og að okkur beri að nýta það vel.

Ég þakka öllum þeim sem sýndu trú á lýðræði og von um framtíðina með því að taka þátt í kosningunni 27. nóvember 2010.  Sérstaklega þakka ég stuðningsmönnum mínum fyrir það traust sem þeir sýndu mér.

Með kærri kveðju,

Vilhjálmur Þorsteinsson